17.01.1952
Neðri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1082 í B-deild Alþingistíðinda. (1820)

177. mál, fé mótvirðissjóðs

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er aðeins eitt atriði, sem ég vil taka fram vegna þess, sem hv. þm. N-Þ. sagði. Mér virtist hann gefa í skyn, að með því að ráðstafa þannig 215 millj. væri óhæfilega miklu fé ráðstafað í einu til Suðvesturlandsins. Ég vil vekja athygli á því í þessu sambandi, að það er gert ráð fyrir, að áhurðarverksmiðjan kosti 108 millj., og er því fé varið til landbúnaðarins jafnt um land allt. Til þess að koma henni upp verður einnig að koma upp nýju Sogsvirkjuninni. Ég býst við, að nærri láti, að verksmiðjan þurfi um helming af orku nýju virkjunarinnar. M.ö.o., af þeim 190 millj., sem virkjunin á að kosta, eru um 100 millj. til verksmiðjunnar. Af þessum 358 millj., sem á að ráðstafa, fer þá meiri hlutinn til dreifbýlisins. vegna þess að verksmiðjan tekur helming nýju Sogsvirkjunarinnar, miðað við rafmagnsþörf Reykjavíkur og nærliggjandi héraða. Og til að koma í veg fyrir áframhaldandi „katastrofu“ 1 rafmagnsmálum hér þyrfti því nú þegar að fara að undirbúa þriðju Sogsvirkjunina. Að síðustu vil ég minna á, að ríkið á hálfa Sogsvirkjunina og hálfa Laxárvirkjunina. og um áburðarverksmiðjuna vita allir, að ríkið á þar yfir helming. Það er því verið að ráðstafa fé hér til ríkisfyrirtækja.