17.01.1952
Neðri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í B-deild Alþingistíðinda. (1821)

177. mál, fé mótvirðissjóðs

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. sagði, að ekki þyrfti að óttast, að hlutabréfin í áburðarverksmiðjunni hækkuðu óeðlilega í verði. En hann má ekki gleyma því, að sökum þess, hve hlutaféð er lítið, hlýtur varasjóðstillag, sem er mjög lágt miðað við veltuna, að hækka verðgildi hlutafjárins hlutfallslega mjög mikið. Það var tvímælalaust rangt að hafa hlutafé verksmiðjunnar svona lágt.