13.12.1951
Neðri deild: 42. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í B-deild Alþingistíðinda. (1886)

96. mál, menntaskólar

Frsm. meiri hl. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Það var svo til ætlazt, að menntmn. tæki til athugunar á fundi brtt. frá menntmrh. á þskj. 395. Í þessari brtt. hæstv. ráðh. felast þær breytingar, sem ég skal nú skýra frá. Samkvæmt brtt. er heimildin færð í 3. gr. 1. í stað þess að vera ákvæði til bráðabirgða. Heimildin nær til menntaskólanna almennt, en er ekki bundin við menntaskólann á Akureyri. Heimildin er gerð ótímabundin. Leita skal till. hlutaðeigandi skólastjórnar, áður en heimildin er notuð. Skilyrðið um „húsrúm“ og „aðrar ástæður“ er fellt niður. Ákvæðið um, að utanbæjarnemendur við menntaskólanám, í 3.–6. bekk, skuli sitja fyrir um heimavist, er fellt niður. Ákvæðið um, að heimildin skuli bundin við tveggja ára miðskóladeild, er fellt niður. — Menntmn. hefur á fundi sínum í morgun haft brtt. á þskj. 395 til athugunar, og niðurstaðan varð sú, að n. taldi sér ekki fært að mæla með henni.