14.12.1951
Efri deild: 43. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

96. mál, menntaskólar

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég verð að segja, að það er í fyrsta skipti, sem hæstv. forseti skipar n. fyrir um afgreiðslu máls. Ég vil segja sem form. menntmn., að á því hefur ekki staðið neitt að afgr. mál hjá þeirri nefnd. En ég álít réttast fyrir hæstv. forseta að áminna þær n., sem hafa dregið afgreiðslu mála á langinn. En það hefur ekki dregizt hjá menntmn. að afgr. mál, og liggur ekkert mál fyrir henni nú. Mér finnst heldur óviðkunnanlegt að beina slíkri áminningu til menntmn. þessarar hv. d., því að eftir því gæti litið svo út sem þessi nefnd væri vön að draga afgreiðslu mála á langinn.