17.01.1952
Efri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1129 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

96. mál, menntaskólar

Frsm. minni hl. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég hef oft orðið var við það, síðan ég kom á Alþ., að þegar menn taka afstöðu til mála, gera þeir það frá mörgum sjónarmiðum. Ég hef orðið var við mál, þar sem menn fylgja eðli málsins, og líka orðið var við, að menn fylgja máli frá allsherjar sjónarmiði, sem kemur málinu ekki við. Þetta mál er hápunkturinn, og hitti ég ekki einn mann, sem sér ekki, að þetta er óþurftarmál. Þjóðin hefur ekkert gagn af því að veita nokkur sérréttindi. Það gerir engum manni gagn. Þess vegna vil ég, að málið verði alveg drepið, og eiginlega er það skylda þm. að gera það. Ég get ekki óskað því betri dauðdasa en að sofna í faðmi ástvinar, og ég vil lofa því að fallast í faðma við ríkisstj. Ef þeim finnst ástæða til að athuga þetta, eins og gert er, ef brtt. er samþ., þá vil ég samþ. að láta endurskoða skólalöggjöfina og athuga þá hlið, hvort rétt sé að láta menntaskólana kenna nemendum strax eftir barnaskólapróf. En að taka þetta út úr öllu skólakerfinu er að fara á snið við skólalögin og búa nokkrum mönnum, fæddum á Akureyri, sérréttindi, en ýta frá öðrum nemendum, sem taka landspróf úti um land. Þetta nær ekki nokkurri átt.

Ég legg þess vegna til, að málinu verði vísað til hæstv. ríkisstj.