21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (1928)

96. mál, menntaskólar

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins segja nokkur orð til þess að koma í veg fyrir misskilning, sem mér virtist gæta hjá hv. 2. þm. Eyf. Ég mun aðeins nota þessa heimild sem bráðabirgðaráðstöfun, og hún er ekki bundin því að bíða eftir því, hvað þessi endurskoðun skólalöggjafarinnar leiði í ljós, heldur einungis til þess að ljúka þessum deildum. Ég lít á þessa heimild sem takmarkaða heimild til þess að ljúka þessum deildum, sem fyrir eru í skólanum, en ekki til þess að fara að starfrækja þar miðskóladeild framvegis.