25.10.1951
Neðri deild: 18. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (195)

20. mál, hegningarlög

Frsm. (Jónas Rafnar):

Herra forseti. Frv. þetta er komið frá Ed. Allshn. hefur athugað það og leggur til, að það verði samþ. óbreytt. í 1. gr. þess er gert ráð fyrir, að orðin „forsetann“ og „forsetavald“ komi í stað þess, sem er í núgildandi lögum „konunginn“ og „konungsvald“. Samkvæmt 2. gr. er ákveðið að láta 101. grein laganna einnig ná til nánustu skyldmenna forsetans. Samkv. 3. gr. varðar það við lög að aftra því, að fram fari kjör forseta. Að lokum er svo gert ráð fyrir því, að í staðinn fyrir „í konunglegri tilskipun“ komi „með reglugerð“. Allar þessar breytingar eru sjálfsagðar, enda eftir gildandi stjórnarháttum.