18.01.1952
Efri deild: 64. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1185 í B-deild Alþingistíðinda. (1982)

47. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Forseti (BSt):

Ég get að vísu ekki afturkallað það, að umr. er lokið. En ég var ekki búinn að lýsa yfir því, að atkvgr. færi fram, og eftir þær upplýsingar, sem fram eru komnar, og með tilliti til þess, að það kunna að vera mjög mikil áhöld um það, hvað verður ofan á í þessu máli, þá vil ég ekki vera að knýja fram atkvgr., þegar svo stendur á, að tveir dm. eru forfallaðir, komast ekki hingað, og er þá atkvgr. um þetta mál frestað. En ef komið er að þingslitum, getur það vitanlega haft áhrif á það, hvort málið gengur fram eða ekki, ef það tefst um einn dag.