21.01.1952
Efri deild: 67. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1189 í B-deild Alþingistíðinda. (1993)

47. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Frsm. meiri hl. (Páll Zóphóníasson):

Ég skal ekki eyða orðum að þessum till., sem við stöndum að fjórir, annað en að leggja áherzlu á, að brtt. um, að 3. málsgr. 32. gr. falli niður, verði samþ., því að ég vil leggja áherzlu á, að sú. málsgr. falli niður. Það er miklu eðlilegra að taka þennan trúnaðarlækni upp í l., sem við vorum með í dag, heldur en að skella honum inn í þessi lög.

Viðvíkjandi brtt., sem hv. þm. Barð. og hv. þm. Vestm. flytja um búrekstur, þá vil ég í fyrsta lagi henda á, að eins og l. eru nú, þá er öll þessi starfsemi, dráttarvélar o.s.frv., undir eftirliti, svoleiðis að þeirra vegna er það engin þörf. Hitt er annað mál, að þessar vélar eru skoðaðar af mönnum frá Búnaðarfélaginu, þó að greitt sé af þeim til vélaeftirlitsins. Ef þessi brtt. er samþ., þá koma þarna einnig til greina minni mótorar, t.d. mótorar til að mjólka með, raflýsa o.s.frv. Þá yrði að senda menn til að skoða þetta. Þar að auki veit ég ekki annað en að rafmagnseftirlitið sé skyldugt til að skoða þetta einu sinni á ári. Þess vegna er ekki þörf á að taka upp annað eftirlit hér. Þess vegna er þessi breyt. óþörf, og ég vil leggja á móti því, að hún sé samþykkt.