25.10.1951
Neðri deild: 18. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (202)

20. mál, hegningarlög

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil mæla með því, að n. athugi þetta nánar og umr. verði frestað. Þetta er nú 5. umr. hér á Alþ. um þetta mál, og það hefur ekki fengið mikla athugun, og ekkert gerði til, þótt það væri athugað betur. Mér sýnist, að hægt sé að laga 2. gr., sem er um það, að ef tilteknum verknaði er beint gegn heimili forseta, megi hækka refsinguna um allt að helming. Það ætti alveg að skera úr um þetta, en ekki að skilja eftir handa dómstólunum neina efasemd í þessu efni. Ég sé ekki annað en samkomulag gæti orðið um þetta. Þar sem frsm. allshn. hefur tekið vel undir að athuga þetta, legg ég til, að umr. verði frestað og málið tekið af dagskrá.