10.01.1952
Efri deild: 56. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (2059)

134. mál, girðingalög

Karl Kristjánsson:

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls var 4. gr. frv. aðalþyrnir í augum manna, og er það máske eðlilegt, þar sem hún flytur það nýmæli í girðingalögunum, að ákvæði þeirra skuli ná til lóða í bæjum og kauptúnum. Hæstv. dómsmrh. gerði réttmæta aths. við það ákvæði, sem fjallaði um girðingarskyldu sveitarfélaga á lóðum, sem liggja að götu í bæ eða kauptúni, og hefur nú hv. landbn. tekið þessa aths. hans til greina. En bessi leiðrétting er ekki tæmandi. Það, sem mér finnst á skorta í greinina, er það, að lönd eða lóðir, sem ekki hafa verið ákveðin til byggingar eða ræktunar, skuli geta heyrt undir ákvæði þessarar gr., sem kveða á nm skyldu landeiganda til að girða á móti þeim, sem vill girða. Nú stendur viða svo á í kauptúnum og sveitum, að sveitarfélögin hafa umráð yfir löndum, sem ekki eru samliggjandi og lóð tekur ekki við af lóð. Túnin liggja máske hér og þar, og einstaklingar fá lönd milli melholta og mýrarsunda og engin ræktunarlönd eða byggingarlóðir liggja að þessum lendum. Til að bæta úr þeim ákvæðum 4. gr., að slík kvöð sem þar liggur fyrir komi á sveitarfélögin, leyfi ég mér að leggja fram skriflega brtt. við brtt. n., og er mín brtt. á þá leið:

„Við tölul. 1. Í stað orðanna í upphafi 2. málsl. „þessum landeigendum er skylt“ komi: Þeim, sem eiga þannig aðliggjandi, útmældar byggingar- eða ræktunarlóðir, er skylt.“

Verði þessi ákvæði tekin upp, að þetta gildi aðeins um þá, sem eiga útmældar, aðliggjandi byggingar- og ræktunarlóðir, þá er stillt í hóf kröfum og þarf ekki að vefjast fyrir, að eingöngu er átt við skyldur, þegar um er að ræða lönd, sem búið er að mæla út, en það mun jafnan vera fyrsta stigið að mæla löndin út.

Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð. N. hefur, eins og frsm. lýsti yfir, fallizt á brtt. mína, og afhendi ég hér með hæstv. forseta tillöguna.