23.01.1952
Efri deild: 69. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í B-deild Alþingistíðinda. (2119)

160. mál, sundhöll í Reykjavík

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Af því að ég fékk í gær rangar upplýsingar, en hef í dag fengið réttar, vil ég láta það rétta koma fram. Ég hélt því fram í gær, að ekki væri greitt fyrir lán á sundlaugum í sambandi við skyldusundnám skólabarna úti á landi. og ég vildi láta jafnt yfir allt landið ganga hvað þetta snerti. En fræðslumrh. sagði, að greitt væri sem svaraði viðhaldskostnaði. Þetta er ekki rétt. Það er greidd leiga fyrir sundlaugarnar og sundkennaralaun, og í trausti þess sem íþróttafulltrúi og fræðslumrh. sögðu, að þetta skuli ná jafnt til allra, mun ég fylgja þessu máli.