27.11.1951
Neðri deild: 34. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í B-deild Alþingistíðinda. (212)

20. mál, hegningarlög

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég get ekki fellt mig við, að þessi gr. sé afgreidd með málfræðilega röngu orðalagi, og þess vegna vildi ég leyfa mér að bera fram skriflega brtt. um það, að í stað orðsins „fjölskyldu“ í 2. gr. komi: vandamenn. Ég leyfi mér að afhenda hæstv. forseta till. og vonast til, að hann leiti afbrigða.