23.01.1952
Efri deild: 69. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1242 í B-deild Alþingistíðinda. (2153)

162. mál, gjald af kvikmyndasýningum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrir að fá orðið. (Forseti: Ekkert að þakka.) Ég hef heldur fátt um þetta mál að segja. N. kom saman að beiðni og boði hæstv. forseta. Hún klofnaði um málið, og voru tveir með og tveir móti. Hv. 1. þm. N-M. (PZ) hafði við orð að bera fram brtt. í málinu, en hv. 1. landsk. og hv. 6. landsk. þm. kváðu sig vera á móti málinu. Við töldum ekki ástæðu til að skila skriflegu nál., og mér skildist, að hv. 1. þm. N–M. mundi ekki skilja sig frá, en hann kvaðst mundu koma með brtt.