07.12.1951
Efri deild: 39. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1327 í B-deild Alþingistíðinda. (2213)

109. mál, skipun prestakalla

Forseti (BSt):

Umræðu er lokið, en þar sem d. er ekki fullsetin, er atkvgr. frestað. — Mér var nú í þessu að berast skrifleg brtt. frá hv. 6. landsk. (HV), svo hljóðandi:

„1. Við 1. gr. XV. 80. (Staður í Grunnavík). Fyrir liðinn koma tveir liðir, svo hljóðandi: a. Staður í Aðalvík: Staðar- og Hesteyrarsóknir. Prestssetur: Staður.

b. Staður í Grunnavík: Staðarsókn. Prestssetur: Staður. (Fyrst um sinn sé Staðarprestakalli í Aðalvík þjónað frá Stað í Grunnavík.)

2. Við 6. gr. Greinin falli niður.“

Þar sem brtt. er of seint fram komin, þarf tvöföld afbrigði.