18.01.1952
Neðri deild: 62. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1370 í B-deild Alþingistíðinda. (2285)

109. mál, skipun prestakalla

Sigurður Ágústsson:

Ég vil vekja athygli á því, herra forseti, að með því að till. okkar hv. þm. Mýr. um Staðarhraunsprestakall hafa verið felldar, og hins vegar, að till. mín um prestakallaskipun í Snæfellsnesprófastsdæmi hefur verið samþ., þá er óráðstafað, hvað eigi að gera við þessar tvær sóknir, Staðarhraun og Akra. Þetta má náttúrlega lagfæra í hendi sér við 3. umr. En ég vil vekja athygli á þessu nú.