21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1372 í B-deild Alþingistíðinda. (2290)

109. mál, skipun prestakalla

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að vænta þess, að hv. d. geti fallizt á þær brtt., sem ég hef flutt hér, um að Stóra-Núpsprestakall verði tekið upp með prestssetri að Skarði. Það er á móti vilja fólksins í þessum sóknum, sem eiga hér hlut að máli, að þetta verði afgreitt á þann veg, sem lagt er til í frv. Þetta er fjölmennt prestakall, eða um 600 manns. Og ég veit, að það er eindregin ósk þessa fólks, að prestakallið haldist eins og það var.