29.10.1951
Neðri deild: 19. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í B-deild Alþingistíðinda. (241)

2. mál, gengisskráning, launabreytingar, stóreignarskattur, framleiðslugj. o. fl.

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það er eins með þetta mál og aðrar till. fjhn., að hún leggur til, að það verði samþ. með lítils háttar formsbreytingum, og vona ég, að menn álíti samt ekki, að hún gerist um of aðfinnslusöm. — En þessu er þannig varið, að í frv. er gert ráð fyrir, að 1. gr. þess bætist aftan við 1. gr. laganna, sem og er rétt efnislega, en hins vegar er óljóst, hvar 2. gr. ætti að koma. N. leggur hins vegar til, að fyrirsögn þessarar gr. verði felld niður og henni bætt aftan við 1. gr. Þetta er eins og menn sjá aðeins formsbreyting, en ekki efnisbreyting, og með henni leggur n. til, að frv. verði samþ.