14.12.1951
Neðri deild: 44. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (2451)

107. mál, fasteignamat frá 1942 o. fl.

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Mál það, sem hér liggur fyrir, er nokkuð efnismikið, enda hafa margar brtt. komið fram í því. Hins vegar er það svo, að fjhn. hefur ekki athugað ýtarlega sjálf málið. Það var lagt fram að beiðni ráðh.

Ég hef látið í það skína, að ég kysi helzt, að mál þetta yrði látið bíða heildarendurskoðunar á skattal., sem kemur væntanlega fyrir á næsta þingi. Þó hef ég ekki viljað flytja frávísunartill. við málið, m. a. vegna þess, að í þessu frv. er eini vísirinn til stuðnings við bæjarfélögin til að afla þeim meiri tekna. Hér er gert ráð fyrir nýjum tekjustofnum fyrir bæjarfélögin, en m. a. vegna þess, að enn eru að koma fram nýjar brtt., vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að málið verði látið koma til n. áður en atkvgr. fer fram í því.