18.01.1952
Efri deild: 64. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í C-deild Alþingistíðinda. (2481)

45. mál, rithöfundaréttur og prentréttur

Frsm. (Hannibal Valdimarsson):

Ég hef ekkert um málið að segja í viðbót við það, sem ég sagði áðan. — Ég held, að Íslendingar eigi engan fulltrúa í þessari n. Þetta er lögfræðingan. fyrir hvert hinna Norðurlandanna, sem starfar að endurskoðun löggjafarinnar fyrir þau, en margt er svo líkt í íslenzku rithöfundal. og hjá hinum Norðurlöndunum, að það þykir bíðandi eftir niðurstöðum frá þessari n. Að öðru leyti telur n. ekki heppilegt að taka afstöðu til frv., þar sem það er ekki tímabært, fyrr en þessi niðurstaða liggur fyrir.