22.01.1952
Neðri deild: 68. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í C-deild Alþingistíðinda. (2519)

10. mál, atvinnuleysistryggingar

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. Það, sem ég átti við, er, að meiri hl. Alþ. hefur ekki tekið þetta mál eins alvarlega og ástæða væri til. Þetta er náttúrlega sama aðferðin og í gamla daga, það voru skýringar á skýringar ofan í staðinn fyrir það, sem menn þurfa. Mennirnir þurfa að fá brauð, það er það, sem vakir fyrir mér sem flm., og það álít ég að hefði átt að vera ljóst fyrir meiri hl. hv. Alþ.