11.10.1951
Neðri deild: 9. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í C-deild Alþingistíðinda. (2540)

34. mál, viðauki um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framlgj. o.fl.

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Það er gerð grein fyrir þessari breytingu á gengisskráningarl. í grg. fyrir brbl., og eru hv. þm. mjög vel kunnar ástæðurnar. Þær eru í stuttu máli þessar: Eins og kunnugt er, var gert ráð fyrir, að kaupgjaldshækkun yrði stöðvuð í janúar s. l. og að landbúnaðarafurðir hækkuðu ekki samkvæmt vísitölu, heldur þyrfti nýjar breytingar og þá samkv. ákveðnum kjarasamningi. Á sama tíma stöðvaðist sú hækkun, sem framleiðsluráð landbúnaðarins hafði fyrirhugað á mjólkurafurðum. Kom fram óánægja hjá báðum aðilum, einkum þó bændum, sem gerðu ráð fyrir að kaup hækkaði. Bændastéttin var verr sett en verkamenn, nema ef kaup hækkaði frá 1. jan. til 1. sept., þá var því lýst yfir, að ekki yrði staðið gegn því, að bændur fengju einnig hækkun. Voru gefin út brbl., og liggja l. þau hér fyrir.

Legg ég til, að málinu verði vísað til 2. umr. og landbn., ef ástæða þykir til.