17.01.1952
Efri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í C-deild Alþingistíðinda. (2569)

131. mál, prófesorsembætti í læknadeild Háskóla Íslands

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Vegna þess að hv. þm. Vestm. hefur ekki málfrelsi lengur, vil ég ekki ræða mikið, en benda honum á, að það hefði legið nær að lesa upp fyrra bréfið frá læknadeildinni, sem fjallar um málið, en ekki það síðara. Ég geri ráð fyrir, að hv. þm. hefði fundizt nokkuð annar tónn í því en síðara bréfinu. (JJós: Er ekki betra að hafa það, sem sannara reynist?) Veit ég ekki, hvort það var nokkuð sannara, þótt það væri síðara.