13.12.1951
Neðri deild: 43. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í C-deild Alþingistíðinda. (2653)

53. mál, framlag til veðdeildar Landsbanka Íslands

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég var kvaddur í síma, og má vera, að skýring hafi komið á því, sem ég vildi um spyrja, á meðan ég var fjarverandi. Þetta frv. er 53. mál þingsins, um framlag til veðdeildar Búnaðarbanka Íslands. Ég sé, að n. mælir með samþykkt frv. með nokkrum breyt. En hér er og annað mál um sama efni á dagskránni, sem er 90. mál þingsins, og er þar gert ráð fyrir viðbótarframlagi til Búnaðarbankans. Mér skilst, að í því frv. sé gengið lengra en í þessu frv., og ég sé, að n. hefur mælt með því máli. Mér er nú ekki ljóst, hvort n. vill, að bæði þessi frv. nái samþykki. Á þessu vildi ég fá skýringar, ef það hefur ekki þegar komið fram í ræðum manna. Ég er ánægður með það, að aukið verði féð til bankans, en mér datt í hug, hvort ekki væri heppilegra að haga afgreiðslu þessara mála öðruvísi. t. d. að sameina þessi tvö frv. í eitt mál, sem menn gætu komið sér saman um, heldur en að hafa tvö frv. um sama efni.