07.12.1951
Efri deild: 39. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í C-deild Alþingistíðinda. (2892)

16. mál, iðnaðarmálastjóra og framleiðsluráð

Frsm. 2. minni hl. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég er áður búinn að lýsa afstöðu minni til þessa máls. En sem tilraun til að koma málinu í það horf, sem iðnaðarmenn óska, er sú brtt. flutt, sem er á þskj. 287, og mun ég koma með skriflega brtt. hvað varðar fyrirsögn frv.

Nál. á þskj. 133 fylgja fskj., og er fskj. II sent atvmrh., en fskj. I sent iðnn. Ed.

Í nefnd þeirri, sem skipuð var um þessi mál, voru þeir Páll S. Pálsson og Þorbjörn Sigurgeirsson, og óska þeir þar eftir 100 þús. kr. fjárveitingu, til þess að n. geti veitt leiðbeiningar og athugað, hvernig heppilegast er að haga 1. um þessa leiðbeiningastarfsemi. Þeir telja, að það sé rétt að lofa n. að hafa frjálsar hendur eitt ár til þess að þreifa fyrir sér,

Að öðru leyti hef ég ekki annað um þetta að segja á þessu stigi þess.