12.12.1951
Sameinað þing: 23. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í D-deild Alþingistíðinda. (3134)

57. mál, heimilisdráttavélar, prjónavélar og bifreiðar til landbúnaðarþarfa

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég get fallið frá orðinu, vegna þess að hv. þm. Borgf. hefur tekið af mér ómakið og sagt það, sem ég vildi sagt hafa. — Ég vildi aðeins benda á það, að úthlutun þessara landbúnaðartækja má ekki dragast um of á langinn, svo að bændur geti átt von á því að geta hagnýtt sér þessi tæki við sumarstörfin, en það dragist ekki, að verkfærin komi til landsins, þar til einhvern tíma að áliðnu sumri eða þegar komið er haust.