23.01.1952
Sameinað þing: 36. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í D-deild Alþingistíðinda. (3302)

165. mál, hótelhúsnæði

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég vil þakka hv. allshn. og hv. frsm. hennar fyrir meðmæli með till. Ég gat því miður ekki mætt á fundi, er fyrri umr. þessa máls fór fram, og gat því ekki mælt með henni þá, en lagi varð að sæta til að koma henni til nefndar. Þótt ég gæti kannske flutt hv. Alþ. ýmiss konar upplýsingar um þetta mál, sem mundu varpa ljósi yfir það, að hér er um skynsamlega lausn á vandamáli að ræða, að vísu bráðabirgðalausn, þá vil ég ekki tefja umr. nú með því, en læt þessi orð duga.