08.11.1951
Sameinað þing: 13. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í D-deild Alþingistíðinda. (3564)

182. mál, launalög, réttindi og skyldur opinberra starfsmanna

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Út af þessari fyrirspurn frá hv. þm. vil ég taka það fram, að ákvörðun hefur ekki verið tekin um það, hvort frv. um þetta verði flutt af hálfu ríkisstj. — Varðandi hitt atriðið, sem hv. þm. minntist á og er ekki í fyrirspurninni, viðkomandi deilu, sem var á milli kennara um greiðslu á uppbót, verð ég að segja, að mér er ekki kunnugt um þessa deilu og til rn. mun ekki hafa komið annað en ein till. frá menntmrn. um, það, hvernig þessum greiðslum skyldi hagað, og var sú till. samþ. af fjmrn. Ég vænti, að þessir aðilar hafi haft viðræður um þetta við menntmrn., sem ekki enn hafi komið til kasta fjmrn.