17.01.1952
Neðri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1405 í B-deild Alþingistíðinda. (3661)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Fyrst þm. hafa kvatt sér hljóðs og spurt um örlög frumvarpa, er þeir hafa flutt, langar mig að spyrja um þrjú frv. — Fyrsta málið er um breyt. á l. um verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdóm. Þetta er eitt af allra fyrstu málum þingsins, 8. mál, flutt af þm. Alþfl. Þessu máli var vísað til fjhn. Minni hl. n. hefur skilað áliti fyrir nokkru, en meiri hl. ekki. — Þá er frv. um hvíldartíma háseta á íslenzkum botnvörpuskipum. Það var einnig með allra fyrstu málum þingsins, 9. mál, og flutt af þm. Alþfl. Því var vísað til sjútvn. — Nokkru síðar var útbýtt frv., einnig frá þm. Alþfl., um breyt. á l. um tekju- og eignarskatt, varðandi hækkun á persónufrádrætti. Var því vísað til fjhn., og mun hv. n. hafa afgreitt það, a. m. k. hefur meiri hl. n. skilað áliti. — Nú vil ég óska þess, að öll þessi mál verði tekin til 2. umr. og það eins þótt nál. verði ekki skilað.