06.12.1951
Efri deild: 38. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í B-deild Alþingistíðinda. (374)

6. mál, togarakaup ríkisins

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég hef ekki tekið til máls í þessu máli áður og kveð mér nú aðeins hljóðs til að undirstrika það, sem hæstv. forsrh. sagði, ef einhver kynni að álíta, að ég væri öðrum mönnum dómbærari um þessi mál. — Ég vil aðeins undirstrika það, að ríkisstj. gerði þetta vel vitandi það, að nokkur fjárhagshætta fylgdi þessu, en ég tel, að rétt hafi verið að gera þetta til þess að reyna að bjarga atvinnumálum þessara staða. Ég vildi, að þetta kæmi fram, vegna þess að hæstv. forsrh. gerði minna úr þekkingu sinni um þessi efni en ástæða var til.