11.12.1951
Neðri deild: 41. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

60. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Gunnar Thoroddsen:

Eins og fram kom í umr. um þetta mál, hefur hæstv. ríkisstj. sýnt tómlæti í því að reyna að greiða úr erfiðleikum, sem bæjar- og sveitarfélögin eiga við að etja. Þess vegna er óhjákvæmilegt í sambandi við framlengingu þessa skatts, að einhverjar ráðstafanir verði gerðar til þess að bæta þar úr. Enn fremur er ekki úr því skorið við 3. umr. fjárl., hvort unnt er að afgr. þau án greiðsluhalla, en ég tel sjálfsagt, að svo verði gert. Að því leyti má segja, að yfirlýsing hæstv. fjmrh. sé nokkuð einkennileg, þar sem afgreiðslu málsins í fjvn. er ekki lokið og 3. umr. eftir. Ég segi því já.