19.12.1951
Neðri deild: 50. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í B-deild Alþingistíðinda. (506)

60. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Mér datt í hug að gera fyrirspurn í. sambandi við þessa umræðu.

Mér skilst, að höfuðrök hæstv. atvmrh. fyrir, að hann geti ekki orðið við þessu, sé ótti við, að geti orðið greiðsluhalli á fjárlögunum, og í þeim efnum falli ekki saman skoðun hans og hv. 7. þm. Reykv., og í rauninni má segja, að svipuð rök komi fram hjá hæstv. fjmrh., — en mér dettur þá í hug að spyrja, hvort þeir gætu ekki fallizt á þessi ákvæði þannig, til þess að þeir sýndu greinilega sinn vilja, að það, sem innheimt verður af söluskattinum fram yfir ákvæði fjárlaganna, rynni til bæjar- og sveitarfélaganna. — Ég óska eftir, að þeir vildu svara þessu, því að það er veruleg bót að fá þó þetta.