18.12.1951
Efri deild: 47. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 285 í B-deild Alþingistíðinda. (535)

139. mál, almannatryggingar

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að bera hér fram brtt., sem yrði varatill. við brtt. á þskj. 365 og er í þá átt, að iðgjöld vegna lögskráðra sjómanna samkv. 112. gr. laganna skuli innheimt með álagi samkv. kaupgjaldsvísitölu janúarmánaðar, þar til vísitöluálag ársins hefur verið ákveðið. Þetta er í rauninni aðeins leiðrétting, sem verður að koma inn í lögin, og þótti mér öruggara að leggja hana fram sem varatill. nú. Ég leyfi mér að leggja þessa till. fram nú sem varatill. frá meiri hl. heilbr: og félmn. og legg hana fram til hæstv. forseta til fyrirgreiðslu.