04.01.1952
Efri deild: 54. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (751)

18. mál, bifreiðalög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég hef ekkert við þessa brtt. að athuga annað en það, að ég veit ekki, hvernig dómsmrn. á að velja þennan mann, ef félögin tilnefna engan eða ef þau geta ekki komið sér saman um mann í þetta. Ég mundi skýra þetta svo, að í fyrra tilfellinu hefði rn. þetta í höndum sér, en í seinna tilfellinu skyldi það velja einhvern af þeim, sem félögin tilnefndu. Ég tel rétt að taka þetta fram nú við þetta tækifæri.