04.10.1951
Efri deild: 3. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í B-deild Alþingistíðinda. (784)

19. mál, áfengislög

Haraldur Guðmundsson:

Ég skal ekki gera neina breyt. við það, að þetta mál fari til iðnn., þó að ég geti ekki neitað því, að ég lít svo á, að hér sé spor stigið til breytinga á áfengisl., sem styður að því, að hér verði framleitt sterkara öl en áður. Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. ráðh. að því, hvort engin fyrirmæli eru um það, hve sterkt þetta öl megi vera. Ég tel, að hér sé um varhugavert mál að ræða, sem vel þurfi að athuga í n., en ég skal ekki leggja á móti því, að það fari til iðnaðarnefndar.