29.10.1951
Neðri deild: 19. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í B-deild Alþingistíðinda. (81)

61. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Hér er á ferðinni frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að innheimta ýmis gjöld 1952 með viðauka. Fjhn. hefur athugað frv. og komst að raun um, að það er að öllu leyti samhljóða l., sem nú gilda um viðauka við ýmsar ríkistekjur á árinu 1951, og hér er því um að ræða framlengingu á tekjum, sem ríkissjóður hefur haft undanfarin ár. N. leggur til, að frv. sé samþ., en eins og fram kemur í nál. á þskj. 124 lýsti þó einn nm., hv. 2. þm. Reykv., sig ósamþykkan sumum liðum 1. gr., og mun hann þá gera grein fyrir sinni afstöðu, ef honum þykir ástæða til.