07.01.1952
Efri deild: 55. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 662 í B-deild Alþingistíðinda. (824)

156. mál, skattfrádráttur vegna skuldaskila bátaútvegsins

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Út af þessu — til að vekja ekki neinar tálvonir — vil ég taka fram, að það, sem ég sagði áðan, að stj. hefði haft þetta mál til athugunar, hefur enn ekki leitt til neins annars en að þetta frv. kom fram. Hins vegar er rétt, að n. tali við ríkisstj., en ég vil ekki vekja neinar tálvonir. Ég tel sjálfsagt, að n. hafi samband við ráðh. um málið, en ég tek fram, að ég mun ekki ræða einstök atriði á þessu stigi, en hef ekkert á móti því, að viðræður fari fram milli n. og ríkisstj.