18.01.1952
Efri deild: 63. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í B-deild Alþingistíðinda. (870)

155. mál, greiðsluafgangur ríkissjóðs

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Eins og greint var frá fyrir jólin, hafði stj. í hyggju að leggja fram þetta frv. um heimild til að ráðstafa greiðsluafgangi ríkisins 1951. Því var þá lýst, í hverju þær till. mundu verða fólgnar, og er þetta frv. í samræmi við þær yfirlýsingar. Mér finnst því ekki ástæða til að fara mörgum orðum um það nú. Ég vil aðeins taka fram, að þær athuganir, sem fóru fram í árslok 1951 á þessu máli, bera það með sér, að greiðsluafgangurinn verður sízt meiri en gert var ráð fyrir, en fyrir jólin var gert ráð fyrir, að hann mundi losa 50 millj. kr.

Ég sé ekki ástæðu til þess að útlista þetta mál nánar, þar sem það hefur verið svo oft og ýtarlega rætt, en ég vil leyfa mér að óska þess, að frv. verði vísað til fjhn.umr. lokinni.