19.01.1952
Efri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í B-deild Alþingistíðinda. (873)

155. mál, greiðsluafgangur ríkissjóðs

Frsm. meiri hl. (Karl Kristjánsson):

Herra forseti. Fjórir menn af fimm úr fjhn. mæla með því, að frv. þetta verði samþ. óbreytt. Fimmti nm., hv. 1. landsk. þm., sem ekki gat vegna sérstakra atvíka mætt í tæka tíð, hefur nú gefið út sérstakt álit og brtt.

Það þarf ekki langa framsöguræðu af hálfu meiri hl. fyrir þessu máli, þar sem hæstv. fjmrh. fylgdi málinu úr hlaði með grg. Það er ánægjulegt að hafa greiðsluafgang frá árinu 1951 til að ráðstafa, og við getum hugsað okkur, hvernig ástandið væri, ef Alþ. hefði ekki nú þennan greiðsluafgang. Stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um þá heildarupphæð af greiðsluafganginum, sem á að skipta. Um þessi mál mætti vitanlega deila, og um allt er hægt að deila. En varla teljum við ráðvænlegt að ganga lengra í þessu en gert er í frv., og sómasamlega held ég að megi telja till. um skiptinguna.

Hv. 1. landsk. þm. (BrB) gerir till. um breyt. á úthlutun á fénu. Það munu vera sömu till. og komið hafa fram í Nd. og fengið þar endanlega afgreiðslu. Ég geri ráð fyrir því, að þessi d. afgreiði þessar brtt., sem hér liggja fyrir, á svipaðan hátt og Nd. gerði. — Meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.