19.01.1952
Efri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

155. mál, greiðsluafgangur ríkissjóðs

Frsm. minni hl. (Brynjólfur Bjarnason):

Þessar till., sem fram eru komnar hjá hv. 4. þm. Reykv. og hv. 4. landsk., eru till., sem felast báðar í mínum till. í raun og veru, þannig að það má líta á þær sem varatill., sem ég að sjálfsögðu mun greiða atkv., ef minar till. ná ekki fram að ganga. — Að öðru leyti vil ég benda hv. þm. á, að upplýsingar hæstv. fjmrh. eru alveg í samræmi við það, sem ég hélt fram í minni ræðu, svo að þrátt fyrir það, þó að tekjurnar hafi orðið minni en gert var ráð fyrir, þá verður tekjuafgangurinn ekki minni en 50 millj., enda er það hans háttur að áætla varlega.