04.12.1951
Efri deild: 37. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 695 í B-deild Alþingistíðinda. (889)

35. mál, forgangsréttur til embætta

Frsm. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Þetta frv. um breyt. á og viðauka við l. um forgangsrétt kandidata frá Háskóla Íslands til embætta er samið að tilhlutan Háskóla Íslands og flutt af hæstv. menntmrh. Það er búið að liggja nokkuð lengi í menntmn. N. hefur haldið marga fundi um málið og kvatt til viðræðna Pálma Hannesson, Ingimar Jónsson, Freystein Gunnarsson, Helga Þorláksson og Guðmund Þorláksson. Við þessa menn hefur verið rætt og fleiri aðila. N. taldi, að eins og frv. er frá hendi hæstv. menntmrh., drægi það of einhliða taum þeirra manna, sem hafa próf frá Háskóla Íslands. Það er greinilegt, að frv. er samið og flutt af háskólans hendi til að tryggja embættisrétt þeirra manna, sem ljúka prófi við B. A.-deild háskólans, og að nokkru leyti til að tryggja rétt þeirra, sem ljúka kandidatsprófi í íslenzkum fræðum frá háskólanum, til kennslu í íslenzkri tungu og bókmenntasögu og Íslendingasögu. Ég held, að allir þeir, sem n. ræddi við, hafi verið sammála um, að frv. mætti ekki lögfesta á þá lund, sem það nú er, en kandidatarnir fengju aukin réttindi frá því, sem þeir nú hafa, og var enginn ágreiningur um það. En það var miklu fremur ágreiningur um það, hvað væri framkvæmanlegt í hinum ýmsu gagnfræðaskólum, hvort lögfesta ,etti forgangsrétt sérfróðra manna til kennslu í 1. og 2. bekk gagnfræðastigsins, sem víða er framkvæmd af barnaskólunum eða í beinu sambandi við þá. Það er eðlilegast, að kennslan sé undir slíkum kringumstæðum framkvæmd af kennurum með próf frá Kennaraskóla Íslands. Þá þótti ekki heldur rétt að veita B. A.- deild háskólans forgangsrétt til slíkrar kennslu á unglingastiginu, nema því aðeins að kennsla í þeim greinum, sem ráða á kennara í, nemi a.m.k. hálfu kennarastarfi eða sérstakur kennari ráðist til starfsins. — Þá var það, að n. ræddi sérstaklega við skólastjóra Kennaraskóla Íslands, og var ákveðið, að ekki mætti halla á réttindi þeirra manna með kennarapróf, sem eftir nokkra reynslu í kennarastörfum mundu halda áfram námi í erlendum kennaraskólum. Slíkir kennarar hefðu að lögum jafnun rétt til kennslu og menn með próf frá B. A: deild háskólans. Þá var og talið rétt, að menn með próf frá B. A.-deildinni hefðu sömu réttindi til kennslu við framhaldsskóla og þeir, sem hafa háskólapróf frá erlendum kennaraháskólum.

Á frv. eru gerðar efnisbreyt. eftir till. n. í fyrsta lagi hvað snertir meistara og kandidata í íslenzkum fræðum, þá eru felld niður forréttindi þessara manna til kennslu í Íslandssögu. Kennararéttindi þessara manna eru því aðeins viðurkennd, að sérfræðikennsla þeirra fylli út meira en nemur hálfu því starfi, sem nýr kennari er ráðinn til. Forréttindi meistara og kandidata koma ekki til greina, þegar kennslan fer fram í sambandi við barnaskólana. Með þessum breyt., sem gerðar voru á 1. gr., er siglt milli skers og báru, þannig að báðir megi við una, en hvorugur er þó fyllilega ánægður.

Hvað snertir efnisbreyt. á 2. gr., þá eru 13. A.-prófsmönnum tryggð forréttindi til kennslu í sínum sérgreinum með sömu kvöðum og sömu skyldum og eru í 1. gr. Orðalagið „með hliðstæðum hætti“ bendir til, að þetta sé að öllu leyti bundið sömu skilyrðum og eru í 1. gr. H g legg áherzlu á það, að þetta er skilningur n. — Þá er tekið skýrt fram í 2. gr., að I3. A.-prófsmenn hafi rýrari réttindi, standi að baki þeim, sem ákvæði 1. gr. ná til, en hafi jafnan rétt við þá, sem háskólapróf hafa með kennsluréttindum í þeim greinum, sem B. A. prófið lýtur að. Og enn fremur hafa þeir jafnan rétt við þá kennaraprófsmenn, sem hafa lokið fullnaðarprófi frá erlendum kennaraháskólum.

Þá er það till. n., og að verulegu leyti byggð á viðtölum við sérfræðinga, sem n. kvaddi á sinn fund, að við frv. bætist tvær gr., hin fyrri, sem yrði 3. gr., er nánar tekur fram, að sé um kennarastöðu í tveimur eða fleiri kennslugreinum að ræða, þá skuli sá hljóta starfið, sem hefur forgangsréttindi samkv. 1. og 2. gr. þessara laga að meiri hluta kennslustunda í þessum greinum. Þá þótti rétt að gefa veitingavaldinu bendingu um það, hvernig ætti að ráða, og í síðustu brtt. n., 3.b, leggur n. til, að ný gr., sem verði 4. gr., bætist við, svo hljóðandi: „Lög þessi skerða þó á engan hátt kennsluréttindi þeirra manna, sem hafa hlotið kennararéttindi, þegar lögin taka gildi.“ Háskóli Íslands lagði til, að orðalag þessarar gr. væri nokkuð á annan hátt, nefnilega þannig, að lög þessi skertu á engan hátt rétt kennara til þeirrar stöðu, sem þeir gegna, er lögin öðlast gildi. Þetta taldi n. ekki rétt að hafa svona og taldi, að það væri sama sem að smeygja átthagafjötrum á þá menn, sem þarna væri um að ræða, og að ef þeir væru taldir færir til þess að kenna viðkomandi námsgreinar þar, sem þeir væru, áfram, þá væru þeir til þess jafnfærir að kenna sams konar námsgreinar á öðrum stöðum.

Ég held, að ég hafi þá gert grein fyrir efnisbreyt. frv. eftir brtt. n. N. hefur kostað kapps um það að halla á hvorugan aðilann eða hvorugan stéttarhópinn og reynt að tryggja í löggjöf sem réttlátust kennararéttindi manna, hvort sem þeir hafa lokið B.A. prófi frá Háskóla Íslands eða erlendum háskólum eða kennaraprófi frá kennaraskólanum. En um réttindi þessara manna allra þarf að ákveða í löggjöf. Það má vel vera, að ekki hafi tekizt að fullnægja öllu réttlæti með brtt. n., en n. lagði í það verulega vinnu að gera sitt í þessu efni.