15.01.1952
Efri deild: 59. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (893)

35. mál, forgangsréttur til embætta

Frsm. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Þegar þetta mál var afgreitt hér við 2. umr., lofaði ég fyrir hönd menntmn. að athuga það nánar. N. hefur borið saman frv. og þær breyt., sem á því hafa orðið, við hinn upphaflega texta, en n. hefur tekið sér fyrir hendur að breyta formi þessa frv. frá því, sem var, þegar ríkisstj. flutti það. En eins og hv. þm. sjá, þá var frv. í því fólgið, að það var breyt. við l. frá 1936, sem aftur voru l. um breyt. á l. frá 1911.

Nú eru hér brtt. frá n. á þskj. 600, og um þær er það að segja, að þær eru formsbreytingar, en ekki efnisbreytingar frá því, sem frv. var við 2. umr. Helzta breyt. er sú, að l. frá 1936 eru felld úr gildi og allar brtt. því miðaðar við l. frá 1911. Þar af leiðir, að 1. gr. þessa frv. verður viðbótargr. við frv. frá 1911, 2. gr. frv. kemur t stað 2. málsgr. 1. gr. l. frá 1911, og 3. gr. frv. kemur í stað 2. gr. frv. frá 1911. — Þá eru breyt. á orðalagi, sem eru formsatriði: a) Á eftir 1. gr. l. bætist ný gr., svo hljóðandi. b) Í staðinn fyrir orðin „samkvæmt 1. og 2. gr. þessara laga“ kemur: samkvæmt 1. gr. — Fjórða brtt. á þskj. 600 er við 4. gr. l., að hún verði 3. gr. l. frá 1911 og orðist svona: „Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 84 23. júní 1936, um viðauka við lög nr. 36 11. júlí 1911, um forgangsrétt kandidata frá Háskóla Íslands til embætta.“ — Fimmta brtt. er sú, að 5. gr. þessara l. verði 4. gr. l., um það, að lög þessi öðlist þegar gildi. — Sjötta brtt. er svo samkvæmt framansögðu um það, að fyrirsögn frv. breytist, þar sem lögin frá 1936 falla niður, og verður hún því: „Frv. til l. um breyt. á l. nr. 36 11. júlí 1911, um forgangsrétt kandidata frá Háskóla Íslands til embætta.“ — Það verður að viðurkenna, að það er miklu betra form að nema l. frá 1936 úr gildi og gera breytingarnar við l. frá 1911.

Ég sé, að komin er fram till. frá menntmrh. um það, að í 1. gr. l. komi: „forgangsrétt til kennslu í íslenzkri tungu, íslenzkum bókmenntum og Íslandssögu“. Þannig var þetta líka eins og hæstv. ríkisstj. flutti frv. upphaflega. En n. felldi þetta niður og taldi ekki ástæðu til þess að þeir, sem lokið hefðu kandidatsprófi eða meistaraprófi, hefðu forgangsrétt nema til sinna sérgreina, en samkv. till. hæstv. menntmrh. eiga þeir einnig að njóta forgangsréttar til kennslu í Íslandssögu, sem n. fannst ástæðulaust.