15.01.1952
Efri deild: 59. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í B-deild Alþingistíðinda. (910)

166. mál, samkomulag reglulegs Alþingis 1952

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Ég þarf fyrst að biðja afsökunar á því, að raddfæri mín eru þannig, að það er varla forsvaranlegt, að ég segi hér nokkur orð. Ég skal því ekki hafa langt mál fyrir frv. á þskj. 592. En frv. þetta er fram borið vegna þess, að ríkisstj. telur, að nú innan fárra daga muni yfirstandandi þingi að öllum líkindum ljúka, og þá verður skammur tími til þess, er reglulegt Alþingi á að koma saman samkvæmt lögum, en sennilega ekki ástæða til þess að kveðja það saman á þeim tíma. Er það því till. ríkisstj., að reglulegt Alþingi verði kvatt saman í síðasta lagi l. dag októbermánaðar n.k. Forseti hefur það svo vitanlega í hendi sinni að kveðja það saman fyrr, ef honum býður svo við að horfa og ástæða þykir til.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og allshn., þegar þessari umr. er lokið.