21.01.1952
Efri deild: 67. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (961)

157. mál, byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Þessu máli er nú raunverulega til lykta ráðið á Alþ., því að ákveðið hefur verið að verja 4 millj. kr. af tekjuafgangi síðastliðins árs til þess að lúna einstaklingum til að koma sér upp smáíbúðum. Þetta frv. fjallar því um nánari reglur um, hvernig þessum lánum skuli hagað, bæði um lánstíma, vexti og fleira, en um þetta hafa engin lög verið til áður, og þótti því rétt að setja nánari fyrirmæli um það, og er það gert með þessu frv.

Fjhn. hefur haft málið til athugunar og mælir eindregið með því, að það verði samþ. óbreytt.