18.01.1952
Neðri deild: 61. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (978)

168. mál, ríkisreikningar

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Hv. þm. A-Húnv. svaraði þeirri spurningu, sem ég beindi til yfirskoðunarmanna, hvernig þeir litu á sitt verkefni. Mér skildist á honum, að þeir væru eitthvað að fást við tölulega endurskoðun, hann talaði um spjaldskrárreikninga, sem þeir yfirfæru. Ég vék að því áðan, að ég liti svo á, eins og nú væri komið ríkisrekstrinum eins og hann er umfangsmikill, að það væri ekki hægt að ætlast til þess, að þeir hefðu með höndum tölulega endurskoðun, heldur krítiska endurskoðun, það væri þeirra verkefni.

Út af því, sem hann sagði um fjhn., sem ekki gerði neinar till., þá vil ég benda á það, að þessi aðferð yfirskoðunarmanna að vísa vissum aths. til aðgerða Alþ., hún gat verið skiljanleg, ef þeir væru allir utanþingsmenn, en nú eiga tveir af þremur yfirskoðunarmönnum sæti á Alþ., og þá hafa þeir ekki síður en aðrir þm. möguleika til að koma á framfæri till. og aths., sem þeir teldu ástæðu til að kæmu til úrslita á Alþ. Þessar aths. þeirra eru birtar með ríkisreikningnum, og geta allir alþm. lesið þær. Ég gerði líka sem frsm. fjhn. grein fyrir — í minni framsöguræðu — þeim 11 atriðum, sem þeir vilja vísa til aðgerða Alþ. Mér skildist á hv. þm. A-Húnv., að hann teldi, að við í fjhn. mundum gera einhverjar till. út af þessu. Ég benti á það áðan, að till. um það ættu ekki heima í því frv., sem hér liggur fyrir, þó að Alþ. vildi gera aths. um það. En ég vil spyrja hv. þm., sem mest hetur að þessum málum unnið í fjölda ára: Hvað telur hann að Alþ. gæti gert? Hverjar ályktanir telur hann að Alþ. gæti gert út af þessum aths., sem árangurs mætti af vænta? Það væri fróðlegt að heyra hans skoðun um þetta, t.d., að þessi umboðslega endurskoðun sé svona langt á eftir. Hvað getur Alþ. gert í því, sem leiði til meiri árangurs en það, sem hæstv. fjmrh. hefur sagt að nú sé veríð að vinna að? Í öðru lagi varðandi óinnheimtar eftirstöðvar, útistandandi skuldir tóbakseinkasölunnar 1949 og heimildarlausa lánveitingu 1949 o.s.frv., hvaða till. og ályktanir telur hv. þm. A-Húnv. að Alþ. gæti gert um þetta til þess að lagfæra það, úr því sem komið er? Er eitthvað meira hægt að gera heldur en það, sem n. gerir í sínu áliti, að leggja áherzlu á, að þetta eigi að vera til viðvörunar framvegis? Það væri fróðlegt að heyra, hvaða till hv. þm. hefur að gera til Alþ. um þetta sem einn af þm. þessarar d. og manna kunnugastur þessum málum vegna margra ára endurskoðunarstarfs. Ég fæ ekki skilið, að fjárhagsnefndarmönnum beri öðrum mönnum fremur að gera till. um þetta. Það má segja, að það hvíli á öllum þm. sú skylda að gera till. út af þessum hlutum, ef koma elgi að einhverjum ályktunum, sem gera mætti ráð fyrir að bæru einhvern árangur, en sú skylda hvílir ekkert frekar á fjhn.-mönnum en öðrum.