29.01.1953
Efri deild: 58. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1029 í B-deild Alþingistíðinda. (1109)

199. mál, almannatryggingar

Frsm. 2. minni hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Ég vol þakka hæstv. forsrh. fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf hér, og þessar upplýsingar til n. nægilega snemma til þess, að hún gæti rætt málið á fundi, áður en það kom hér til 3. umr. í d. Þessar upplýsingar voru nákvæmlega sams konar eins og voru fluttar frá honum til n., svo að nm. hafa haft nægan tíma til þess að athuga það mál síðan upplýsingarnar lágu fyrir. Það raskar náttúrlega ekki þeirri staðreynd, þó að þessar upplýsingar séu gefnar, að ríkisstj. hefur það enn þá í hendi sér að láta samþ. þær breyt. eða taka á móti þeim breyt., sem fluttar eru fram hér af mér og hv. 7. landsk., því að í fyrsta lagi verða engir þeir aðilar til þess að gera skaðabótakröfu, sem fá hvort sem er fjölskyldubæturnar óskertar, þó að okkar till. yrði samþ. Ég hygg nú, að það verði meginhlutinn af þeim mönnum, sem hafa staðið að samningsgerðinni, og hinir aðilarnir, sem ekki standa að samningsgerðinni, geta engan rétt átt hjá hæstv. ríkisstj., þó að þeir falli ekki undir ákvæði l. Það held ég að við getum verið sammála um, og skal ég nú ekki frekar fara út í það atriði. En það er vegna þessarar niðurstöðu okkar, sem við höldum áfram að bera fram okkar till., í trausti þess, að ríkisstj. vilji taka á sig eða á ríkissjóðinn þá byrði, sem af því kynni að verða að framkvæma till., vegna þess að við teljum það vera nauðsynlegar endurbætur á löggjöfinni eins og hún er nú orðin eftir 2. umr. hér í þessari hv. d. og teljum, að það sé ekki svo stórkostlegt atriði, að það sé hægt að gera hvort tveggja í senn, að uppfylla þessar óskir hér og bæta að fullu þeim, sem kröfur eiga, og þess vegna höldum við fast við okkar till. Við tókum till. okkar til baka til 3. umr., bæði ég mína till. á þskj. 585 og hv. 7. landsk. tók einnig til baka sína till. á þskj. 579. Með því að þessar till. voru svo líkar hvor annarri, þá þótti okkur rétt að bera þær fram sameiginlega eins og þær eru settar fram nú á þskj. 611 og óska þá eftir, að hæstv. forseti láti ganga um þær atkv. nú við þessa umr.

Ég skal ekki efnislega ræða þetta mál nú meira en ég hef gert. Það væri að endurtaka að mestu leyti það, sem sagt hefur verið áður, en ég vil þó aðeins segja þetta: Það er nú sýnilegt, að þær breyt., sem þegar hafa verið samþ. á frv., raska mjög verulega þeim grundvelli, sem l. hafa verið byggð á, — því verður ekki mótmælt, — og það svo verulega, að í einstökum atriðum býður tryggingalöggjöfin nú eftir þessa meðferð upp á það, að menn hætti að vinna og fari heldur og láti tryggingarnar sjá fyrir sér. Það er náttúrlega alveg afskapleg og voðaleg stefna í þessu máli. Ég ætla ekki að ræða þetta frekar núna, en þetta er alveg augljóst, enda viðurkennt af hv. heilbr.- og félmn., að það eru nú þau ákvæði og atriði í frv., sem bjóða upp á þetta, að maður, sem er að fullu á tryggingunni, hefur þar betri afkomu undir vissum kringumstæðum heldur en maður, sem þarf að strita fyrir sínu brauði, auk þess sem það getur stuðlað að því, að menn sæju sér stórkostlegan hag í því að gera samkomulag um hjónaskilnað og brjóta þannig niður heimilisfriðinn, og sú löggjöf er ekki lengur orðin það, sem ætlazt var til þess að tryggingalöggjöfin ætti að vera. Það er því alveg sýnilegt, að þó að þetta verði nú samþ. að fullu hér, þá verður hafin ákveðin og sterk sókn af þeim aðilum, sem virkilega vilja hlúa að tryggingamálum í landinu, og það þegar á næsta þingi.

Ég óska eftir, að hæstv. forseti láti þessar till. á þskj. 611 koma til atkvæða.