29.01.1953
Efri deild: 58. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (1110)

199. mál, almannatryggingar

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Eftir þær upplýsingar, sem hæstv. forsrh. gaf hér um umsögn sáttanefndarinnar, þar sem fram kemur, að hún litur svo á, að það væri riftun á samkomulagi, ef breytt yrði ákvæðum um fjölskyldubætur eins og þessi brtt. á þskj. 611 gerir ráð fyrir, þá sé ég mér ekki fært að greiða henni atkv. Ég mun því sitja hjá við atkvgr. um þessa till. En ég vil jafnframt taka það fram, að ég tel heppilegt, að hún er fram komin og bent hefur verið á þessi atriði nú í sambandi við afgreiðslu frv., vegna þess að ég tel, að það muni mjög fljótlega þurfa að gera breytingar á ýmsum efnum í sambandi við þessi ákvæði frv.