31.10.1952
Efri deild: 19. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (1147)

18. mál, bæjanöfn o. fl.

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Frv. þetta hefur legið fyrir hv. Nd. og hefur verið samþ. þar. Það gengur út á, að fellt sé niður gjald af leyfisbréfum fyrir bæjanöfnum, sem er ákveðið í lögum 10 kr. fyrir nýbýli og 25 kr. fyrir breyt. hvers bæjarnafns, en það er nú orðið með núverandi álagi samkv. lögum 24 kr. og 120 kr. Gjald þetta skiptir afar litlu máli fyrir ríkissjóð og ekki talin ástæða til að vera að halda því. Þess vegna er lagt til, að þetta verði fellt úr l. Ég legg til, að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. menntmn.