29.11.1952
Efri deild: 32. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1051 í B-deild Alþingistíðinda. (1156)

18. mál, bæjanöfn o. fl.

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég spurði hæstv. menntmrh. um þetta sama við 1. umr. og fékk ekki svar hjá honum. Síðan hef ég rannsakað þetta hjá ríkisféhirði, og síðan n. varð til, 1937, hefur henni aldrei verið borgaður einn eyrir úr ríkissjóði, enda eru mennirnir, sem í henni hafa unnið, fastir, sæmilega vel launaðir starfsmenn ríkissjóðs. (Dómsmrh.: Hverjir eru það?) Það er Geir Zoëga vegamálastjóri, svo var það Björn Guðfinnsson, Ólafur Lárusson, Pálmi Hannesson og Matthías Þórðarson. En í staðinn fyrir Björn Guðfinnsson kom Hilmar Stefánsson inn í nefndina.