03.02.1953
Neðri deild: 63. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1090 í B-deild Alþingistíðinda. (1226)

164. mál, ríkisborgararéttur

Jón Pálmason:

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls tók ég aftur brtt. mína á þskj. 681, til þess að hv. allshn. gæti athugað hana milli umræðna, en nú vil ég leyfa mér að taka hana upp og vænti þess, að samkomulag geti fengizt um hana, og get ég eins og síðasti ræðumaður verið þakklátur hv. n. fyrir það, að hún mælir ekki gegn þessari till., enda þótt hún hafi ekki viljað taka hana upp sem sína, en þannig er varið, eins og ég tók rækilega fram við 2. umr., að það voru a.m.k. sex menn, sem fengu ríkisborgararétt á síðasta þingi og eins stóð á um eins og þann mann, sem ég flyt hér brtt. um. Ég vil því mega vænta þess, að þessi brtt. fái hér góðar undirtektir.